Kynlífstæki rjúka út í Covid

Mynd: Unsplash/Claudia van Zyl

Gerður Huld Arinbjarnardóttir eigandi Blush.is ræddi við þá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum og sagði þeim að það hefði aldrei verið jafn mikið að gera í kynlífstækjaiðnaðinum eins og nú.

„Við höfum verið ansi heppin og ekki kannski lent jafn illa í því og mörg önnur fyrirtæki, en ég held að þetta sé svona allavegana einn af fáum brönsum sem eru að blómstra í Covidinu – það eru kynlífstækin,“ sagði Gerður.

Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir eig­andi Blush.
Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir eig­andi Blush.

Logi spurði hana, svona fyrir utan það augljósa, af hverju það gerist.

„Ætli þetta séu ekki margar ástæður, ég held að þetta gæti verið bæði það að fólk er ekki að ferðast jafn mikið þannig að það kaupir meira innanlands ég held að það sé einn af stóru þáttunum í þessu. Svo er fólk líka bara meira heima og þarf kannski að stunda meira kynlíf og sjálfsfróun til að halda geðheilsu,“ segir hún og bætir við: „Það er einhvern veginn þannig að þegar maður hangir heima hjá sér stundar maður meira sjálfsfróun eða kynlíf, ég held það allavegana, þá hefur maður meiri tíma fyrir sjálfan sig.“

Gerður tekur það fram að aukningin sé ekki bara á Íslandi heldur að aukning í kynlífstækjaiðnaðinum sé um allan heim. Á hverju ári komi ný byltingarkennd tæki sem allir vilji eignast.

Viðtalið við Gerði er hægt að hlusta á í heild sinni hér fyrir neðan:

mbl.is

#taktubetrimyndir