K100 verður Bleikt100

Í tilefni bleika dagsins á föstudaginn ætlar K100 að skipta um nafn í einn dag og verða Bleikt100.

Krabbameinsfélagið heldur bleika daginn ár hvert þar sem landsmenn eru hvattir til þess að bera bleiku slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning og samstöðu.

Þar sem flestir eru heima þessa dagana ætlum við á K100 að sameina fólk í bleiku gleðinni allan daginn og hvetja fólk til þess að vera bleikt heima.

Málaðu bæinn bleikann og stilltu á Bleikt100 föstudaginn 16. október.

mbl.is