Gerði upp ónýt húsgögn í Covid-lokun

Ljósmynd/Skjáskot

Það er alltaf fallegt þegar fólk gefur sér tíma til þess að hjálpa öðrum. Undanfarna mánuði hafa eflaust margir farið í einhvers konar framkvæmdir fyrir sig eða fólkið í kringum sig, lagað það sem hafði setið á hakanum og endurbætt eitthvað gamalt.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilega mynd á Instagram af manni frá Túnis að nafni Karin Arfa. Karin starfar sem öryggisvörður í grunnskóla og á meðan skólinn var lokaður sökum Covid-19 nýtti hann tímann til þess að gera upp ónýt skólahúsgögn og mála þau í skærum og fallegum litum.

Þetta góðverk hefur eflaust vakið mikla lukku meðal nemenda og starfsmanna. Skólabekkurinn hefur líklega aldrei litið betur út!

View this post on Instagram

In every single corner of the World right now there is someone helping others. Bravo Karin Arfa! Correction: He is from Tunisia.

A post shared by Good News Movement (@goodnews_movement) on Oct 11, 2020 at 6:46am PDT

mbl.is