Ár saman í dag: Síðdegisþátturinn með Loga og Sigga

Síðdegisþátturinn með Loga Bergmanni og Sigga Gunnars á eins árs afmæli í dag og ákváðu þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif að heyra í þeim í morgunþættinum Ísland vaknar og óska þeim til hamingju með daginn.

Logi svaraði símtali þremenninganna ekki og töldu þau víst að hann væri enn sofandi en Siggi svaraði þeim ferskur og tilbúinn í daginn.

Aðspurður út í undanfarið ár segir Siggi það hafa verið virkilega skemmtilegt.

„Þetta er bara búið að vera frábært ár, ótrúlega gaman. Við fórum af stað fyrir ári síðan og vissum eiginlega ekkert hvað við vorum að fara út í með þetta samstarf og með þennan þátt en þetta hefur bara verið svakalega gaman. Við erum búnir að fara í ferðalög, til að mynda til Tenerife og Egilsstaða,“ sagði Siggi.

„Þið eruð bara búnir að vera að búa til minningar,“ sagði Ásgeir og uppsker mikinn hlátur allra.

„Já það er alveg komið myndaalbúm og allur pakkinn sko,“ svaraði Siggi þá.

„Ég heyrði af því að Svanhildur væri eitthvað pínu afbrýðisöm,“ spurði Ásgeir.

„Nei, nei, nei, nei, alls ekki..“ Sagði Siggi.

Okei, þannig að þetta er bara gott þrísome?“ Spurði Jón Axel sem fékk í kjölfarið skammir frá Kristínu.

Samtalið við Sigga í heild sinni má hlusta á hér fyrir neðan:

mbl.is