Sturlaðar staðreyndir um fræga fólkið

AFP

Stjörnufréttir Evu Ruza:

Sturlaðar staðreyndir um fræga fólkið:

Það að við skulum geta gúglað myndir af fræga fólkinu er allt Jennifer Lopez að þakka. Eftir að hún klæddist hinum fræga græna kjól á Grammy-verðlaunahátíðinni árið 2000 fór Google á hliðina. Allir vildu leita að J-Lo og dressinu og var því „Google image“-takkinn búinn til. Takk J-Lo!

Við getum þakkað Janet Jackson fyrir að hafa misst brjóstið í fangið á Justin Timberlake á SuperBowl árið 2004. Einn af stofnendum YouTube missti af showinu og fann engin myndbönd frá kvöldinu. Hann fór því ásamt vinum sínum í að hanna síðu sem leyfði fólki að deila eigin myndböndum inn. Úr varð að YouTube fæddist.

Árið 2001 lenti Khloé Kardashian í alvarlegu bílslysi, þar sem hún flaug út um framrúðuna á bílnum. Hún þjáist af minnisleysi í langtímaminninu og segir að það sé pirrandi að muna aðeins gloppur úr æsku.

Mamma Justins Timberlakes var forráðamaður leikarans Ryans Goslings þegar félagarnir voru 12 ára. Ryan er frá Kanada og þurfti mamma hans að vera eftir í Kanada þegar Mickey Mouse Club-ævintýrið hófst. Mamma JT tók að sér að gerast forráðamaður hans meðan á tökum stóð. Ryan bjó hjá þeim í sex mánuði.

Pabbi Woodys Harrelsons var leigumorðingi og var ákærður fyrir fjöldamörg morð.

Mamma Leonardos Dicaprios ákvað nafn hans þegar hún stóð fyrir framan listaverk Leonardos da Vinci og Leo litli sparkaði í bumbunni í fyrsta sinn. „Little did she know“ að svamlandi um í bumbunni væri verðandi ein frægasta súperstjarna heims.

Kim Kardashian var gengin sjö mánuði þegar skilnaður hennar við Kris Humpries gekk loksins í gegn. Ef hún hefði ekki skilið fyrir fæðingu North hefði Kris verið löglegur faðir hennar. Úff, Kanye hefði ekki verið sáttur!

Ryan Gosling varð næstum því meðlimur í strákabandinu Backstreet Boys. Hann bjó með A.J. McLean þegar bandið var að myndast og var boðið að vera með – hann neitaði. Ég er sátt við þessa ákvörðun. Annars hefðum við aldrei fengið Notebook eins og hún var.

mbl.is