Stofna hlaðvarp um geðheilsu fyrir börn

Ljósmynd: Unsplash/Jason Rosewell

Hópur 12 ára grunnskólanema í Ástralíu vinna nú að hlaðvarpi um geðheilsu í von um að hjálpa börnum og kennurum að halda þrautseigju.

Hlaðvörpin, sem eru ætluð börnum niður í 5 ára aldur, hafa það að markmiði að hjálpa hlustendum að kljást við erfiðleika á borð við einmanaleika og andlega vanlíðan.

Grunnskólabörnin þróuðu þetta verkefni í samvinnu við fyrirtækið Grow Your Mind og leita þau skapandi leiða til þess að koma mikilvægum upplýsingum á framfæri.

Ljósmynd: Positive.news

Þau notast meðal annars við dýr sem myndlíkingar fyrir mismunandi verkanir í heilabúinu og útfæra hugmyndir um hvernig hægt er að hugsa vel um andlega heilsu.

Kennarar sem hafa notast við þetta áhugaverða hlaðvarp og leggja nú áherslu á umræður um andlega heilsu segja að þeim finnist nemendur sínir búa yfir fjölbreyttari orðaforða nú þegar þeir tala um tilfinningar sínar. Þetta hefur einnig hjálpað kennurum að ná betri skilningi á eigin geðheilsu og nemenda sinna.

Áherslur á geðheilsu í skólum hefur ekki dregið úr tíma sem krakkarnir hafa til þess að læra um annað. Þess þá heldur auðveldar þetta þeim skóladaginn og krefjandi nám, þar sem það að næra andlega vellíðan skiptir gríðarlegu máli í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur.

Virkilega flott framtak á ofboðslega mikilvægu málefni!

Frétt frá Positivenews.

 

mbl.is