Skipti um símanúmer vegna eltihrella

Hreimur Heimisson söngvari.
Hreimur Heimisson söngvari. Ljósmynd/Aðsend

Ásgeir Páll ætlaði að hringja í Hreim Heimisson, söngvara, á dögunum en móttakandi símtalsins var aldeilis ekki ánægður með hann. Í ljós kom að tuttugu ár eru síðan Hreimur skipti um símanúmer og konan á línunni sagðist vera orðin dauðþreytt á því að vera vakin um miðjar nætur af fólki sem væri að reyna að ná á Hreimi.

Þau Kristín Sif, Ásgeir Páll og Jón Axel í morgunþættinum Ísland vaknar slógu á þráðinn til Hreims og veltu því fyrir sér hvort hann þekkti þessa konu. Svo var ekki en Ásgeir spurði hvort þau ættu ekki að heyra í henni.

„Af hverju hringjum við ekki í hana núna?“ Spurði Ásgeir.

„Já, bara sæl vertu Hreimur hérna, ertu með einhver skilaboð fyrir mig? Það væri auðvitað alveg geggjað. Það er alveg lágmark að þú skrifir þau niður elskan,“ svaraði Hreimur og hló.

Hann viðurkenndi svo að á tímabili þá hafi hann þurft að skipta reglulega um símanúmer vegna leiðinlegs áreitis.

„Þetta var bara svona borderline eltihrella-unit sko. Ég lenti svolítið leiðinlega þarna með nokkra einstaklinga og ég því miður skipti um númer þarna bara nokkrum sinnum,“ viðurkenndi Hreimur.

Hann segir að bæði hafi krakkar verið að hringja í hann og einnig einstaklingar sem vissu ekki hvar þeir ættu að stoppa.

„En þetta var stutt skeið, en ég fékk svona nasaþefinn af því hvernig það er að vera alvöru celeb,“ segir hann.

Hann segir tímana vera öðruvísi í dag og að fólk sé hætt að taka upp símann og hringja.

Þá deildi hann því með þeim að ný plata sé væntanleg frá honum í nóvember.

Viðtalið við Hreim er hægt að hlusta á hér fyrir neðan:

mbl.is

#taktubetrimyndir