Cardi B. úthrópuð eftir grímulaust partí

Stjörnufréttir Evu Ruza:

Munið þið þegar við vissum ekki hvað sóttkví var og gátum ferðast um allt og haldið partí eins og við vildum? Það er af sem áður var og hefur Cardi B. fengið að heyra það eftir afmælispartíhelgina sína.

Hún hefur verið úthrópuð á samfélagsmiðlum fyrir að henda í eitt svakalegasta partí sem ég hef séð. Hálfberar konur gengu um, kokteilar flæddu um og það var greinilega engin eins metra regla í gangi  ekki einu sinni 20 cm. 

Kanye West fékk líka að heyra það frá Piers Morgan fyrir að hafa að því er virðist brotið sóttvarnalög. Kanye var mættur til Bretlands ásamt dóttur sinni North og sást til þeirra á ferðinni tveimur dögum eftir að hann lenti.

Í Bretlandi gildir 14 daga reglan um sóttkví og nokkuð ljóst að Kanye virðist hafa brotið lögin.

Það styttist í partíin okkar gott fólk, þangað til  förum varlega!

mbl.is

#taktubetrimyndir