Siggi tapaði „kúlinu“ vegna fiskiflugu

Það eru eflaust einhverjir þarna úti sem hafa jafn mikla óbeit á flugum og Siggi Gunnars og skilja viðbrögð hans fullkomlega. Hinir geta líklega hlegið sig máttlausa yfir þessu stutta myndbroti sem náðist á föstudaginn síðasta við upptöku á Síðdegisþættinum með þeim Loga Bergmanni og Sigga Gunnars.

Þannig vildi til að saklaus fiskifluga tók ranga beygju á heimleið sinni og þvældist inn í stúdíó til þeirra í beina útsendingu. Logi tók þessum óvænta gesti með stökustu ró en Sigga leyst ekki á blikuna.

„Hvað er þetta?“ Spurði Logi.

Aaaa Jesús, oj barasta, aaaaa…..“ Hrópaði Siggi og reyndi að flýja.

„Siggi þetta er fluga!!!“ Sagði Logi þá.

„Þetta er svo stórt! Vá hvað er þetta eiginlega, þyrla eða? Vá hvað þetta er stórt!“ Svaraði Siggi og bætti svo við: „Já þetta er ógeðslegt! Mig langar ekki að þetta lendi á mér allavegana!!!“

Atvikið náðist á myndband sem er sprenghlægilegt og má sjá það hér fyrir neðan:

mbl.is

#taktubetrimyndir