Þessir leikarar eru oftast berir að ofan

Jason Momoa sem Aquaman
Jason Momoa sem Aquaman

Stjörnufréttir Evu Ruza:

Það er blússandi fössari í minni og fréttin sem ég ætla að sigla með ykkur inn í snýst um virðulega rannsókn sem var gerð á dögunum. Og þið vitið að þegar ég segi virðuleg  þá meina ég hvert orð. Ég hafði virkilega gaman af því að renna í gegnum myndirnar sem fylgdu henni og fannst nauðsynlegt að deila henni með ykkur. Nú er búið að rannsaka hvaða leikari birtist oftast ber að ofan í kvikmyndum sínum og ég ætla að telja upp topp-5-listann.

Í 5. sæti er hjartaknúsarinn sem klessti á ísjakann, Leonardo DiCaprio.

Í 4. sæti er maðurinn sem klæðist níðþröngum súpermanbúningi, Henry Cavill.

3. sætið vermir Hayden Christensen úr Star Wars  og setjið ykkur nú í stellingar og giskið. Hver haldið þið að vermi topp-2-sætin? Gætum við fengið dramatíska músík undir ...

Í öðru sæti er hafmeyjan Jason Momoa og – dammdararaaaa  fyrsta sætið hrifsar

Íslandsvinurinn Zac Effron til sín, en hann hefur leikið ber að ofan í helmingi mynda sinna, hvorki meira né minna!

Þetta er held ég skemmtilegasta rannsókn sem ég hef kynnt mér.


 

 

mbl.is

#taktubetrimyndir