Mick Fleetwood endurgerði myndband Nathans

Ljósmynd: Skjáskot

Mick Fleetwood, stofnandi hljómsveitarinnar Fleetwood Mac, hefur nú endurleikið myndband Nathans Apocada sem fór sem eldur í sinu um netið í síðustu viku.

Upprunalegt myndband Nathans sýndi hann fara á hjólabretti niður götu með trönuberjadjús í hendi, syngjandi Dreams með Fleetwood Mac og dreifa almennt góðum straumum.

Herra Fleetwood varð virkilega hrifinn af þessu myndband og deildi sinni útgáfu af því með því að segja að Nathan hefði alveg haft rétt fyrir sér; trönuberjasafi og draumar gerðu eitthvað ansi magnað fyrir mann.

Þetta hlýtur að vera mikill heiður fyrir Nathan okkar, en hann hefur einnig gert góða hluti fyrir Fleetwood Mac að undanförnu. Í kjölfar myndbandsins sem Nathan deildi hefur vikuleg netspilun á laginu Dreams rúmlega fjöfaldast; fór úr 490 þúsund yfir í meira en milljón, þar sem margir hlustendur voru glænýir. Samvinna er sama sem að vinna!

Frétt frá Thanksgoodnews.

mbl.is