Hefur fengið um 1,5 milljónir fyrir myndband á TikTok

Ljósmynd: Skjáskot

Myndband af Nathan Apodaca hefur farið sem eldur í sinu um netið þessa vikuna. Myndbandið kom fyrst út á tiktokaðgangi Apodaca undir notandanafninu @420doggface208.

Á umræddu myndbandi er hann einfaldlega að taka sjálfan sig upp á hjólabretti, frjáls og slakur, með trönuberjadjús í annarri hendinni syngjandi með laginu Dreams með Fleetwood Mac sem hljómar undir. Gaman að segja frá því að það er eitt af mínum uppáhaldslögum.

Upptakan hefur fengið fleiri milljón læk á TikTok og vakið athygli á öðrum miðlum á borð við Twitter og Instagram og er óhætt að segja að hann færi ósýnilegar tilfinningar á borð við góða strauma, frelsi og það að njóta augnabliksins yfir í þetta stutta myndband.

Apodaca varð því snögglega mjög þekktur innan netsamfélagsins og í viðtali við TMZ sagðist hann hafa fengið fjárhæðir sendar til sín í þakklætisskyni frá þeim sem leið vel við að horfa á myndbandið.

Hingað til hefur hann fengið yfir 10 þúsund dollara (tæplega ein og hálf millljón íslenskra króna) lagða inn á sig frá ókunnugu fólki og segist hann ætla að leggja helminginn inn á mömmu sína.

Þvílíkur snillingur og ég vona að hann fái fleiri styrki og haldi áfram að senda út myndbönd sem fela í sér góða strauma vegna þess að þær eru án efa kærkomnar fyrir ótal marga á tímum sem þessum!

Frétt frá Thanksgoodnews.

mbl.is