Upplifðu safaríferð í beinni útsendingu

Ljósmynd: Redcharlie/Unsplash

Þó að marga langi eflaust að fara á flakk og séu jafnvel orðnir þreyttir á því að eyða miklum tíma á sama stað þá er blessunarlega auðvelt að gera sér glaðan dag heima fyrir.

Við erum einstaklega heppin með það að tæknin getur farið með okkur á ýmsa skemmtilega staði, kannski ekki líkamlega en þó allavega andlega.

Fjölbreytnin er líka í fyrirrúmi og nú síðast rakst ég á síðu sem býður upp á safarí í beinni útsendingu.

Vefsíðan Safarilive er í eigu WildEarth og senda þau út beint streymi af villtu dýralífi í Suður-Afríku, þar sem þú getur haft það notalegt heima fyrir og á sama tíma farið á flakk í huganum.

Kynnar þessara þátta eru landverðir af svæðunum sem hafa augun opin fyrir uppáhaldsdýrunum sínum, frá öpum og villihundum til stærri kattardýra og fíla.

Það er bæði hægt að fylgjast með í beinni og einnig er aðgengilegt að horfa á upptökur. Tilvalið að skella sér í safarí inni í stofu á kvöldin.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist