Svona dreifir kórónuveiran sér

Ljósmynd: Skjáskot

Skoska ríkisstjórnin gaf út áhrifaríkt myndband sem sýnir hversu auðveldlega kórónuveiran dreifir sér manna á milli.

Í myndbandinu sem hægt er að horfa á hjá Ladbible.com, má sjá hvernig græn „drulla“ dreifir sér hratt á milli ungrar konu og afa hennar á örfáum sekúndum.

Myndbandinu var gefið nafnið „Ekki dreifa kórónuveirunni til þeirra sem þú elskar“. Þá sést einnig hversu mikilvægt það er að halda tveggja metra regluna.

mbl.is

Bloggað um fréttina