Sigurbjörg vann stóra vinninginn

Sigurbjörg Jónsdóttir og fjölskylda.
Sigurbjörg Jónsdóttir og fjölskylda. Ljósmynd: Úr einkasafni

Síðdegisþátturinn með Loga Bergmanni og Sigga Gunnars verður í beinni útsendingu frá VÖK Baths í dag. Ástæðan er sú að í vetur ætlar K100 að kynna sér skemmtilega áfangastaði í öllum landshlutum og var fyrsta ferðin farin á Austurlandið.

Í morgunþættinum Ísland vaknar í morgun gafst hlustendum tækifæri á því að vinna sér inn magnaða helgarferð. Hlustendur hringdu inn í morgun og fengu að hlusta á brot úr þremur lögum sem þau áttu svo að giska á hver væru.

Það var hún Sigurbjörg Jónsdóttir sem náði öllum lögunum þremur réttum og nældi sér í vinninginn sem er ekki af verri endanum:

  • Flug fram og til baka til Egilsstaða með Air Iceland Connect
  • Bílaleigubíll á meðan ferð stendur frá Höldur bílaleigu
  • 2 nætur með morgunmat á Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir
  • Matur og drykkur á Ask Taproom og Pizzeria
  • Aðgangur að VÖK Baths
  • Kvöldmat Salt - café & bistro

Við óskum Sigurbjörgu innilega til hamingju!

mbl.is