Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum

Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum lenda á Netflix og …
Fullt af nýjum þáttum og kvikmyndum lenda á Netflix og öðrum streymisveitum um helgina. Ljósmynd/thequotecatalog

Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er væntanlegt á Netflix og öðrum streymisveitum á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í gær.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 23. september:

Enola Holmes : Netflix 

Enola Holmes er unglingssystir Sherlock Holmes. Þegar móðir þeirra hverfur, finnst henni stóri bróðir fara sér frekar hægt og rannsakar því málið sjálf og flettir ofan af miklu samsæri. Millie Bobby Brown (Stranger Things), Sam Claflin (Hunger Games, Adrift), Henry Cavill (Superman,The Witcher) og Helena Bonham-Carter eru meðal leikara í myndinni.

Agents of Chaos:  Heimildarmynd í tveim hlutum frá HBO

Vandaðir þættir um forseta kosningarnar í bandaríkjunum 2016 og afskipti Rússa af þeim.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 24. september: 

The Murders at White House Farm:  HBO Max/ BBC

Leikin þáttaröð sem byggir á raunverulegu þrjátíu ára gömlu máli þar sem þrjár kynslóðir úr sömu fjölskyldu finnast myrtar og allt bendir á dótturina sem á sögu um andleg veikindi. En einn lögregluþjónn vill ekki kaupa það.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 25. september:

Tuttugu og fimm ár eru liðin síðan kvikmyndin Agnes var frumsýnd. Nú er búið að endurvinna hljóð og mynd og kemur hún aftur í bíó þann 25. september.

Secret Society of Second-Born Royals : Fjölskyldumynd Disney+ 

Að vera númer tvö í erfðaröðinni er ekki skemmtilegur staður að vera í í konungsfjölskyldu. Nema ef maður hefur súperhetjukrafta í blóðinu.

Tehran Þáttaröð : Apple TV+

Njósnatryllir frá höfundi „Fauda” Moshe Zonder. Mossad njósnari er send til Íran í hættulegt verkefni sem settur hana og alla í kringum hana í mikla hættu.

Utopia : Amazon Prime Video

Endurgerð breskrar þáttaraðar frá árinu 2014.

Í teiknmyndasögu heiminum er til goðsögn um Utopiu sem er einhverskonar uppljóstrari um hættulega veiru og voflega hluti. Þegar vinahópur kemst yfir söguna og byrjar að skoða átta þau sig á því að þau eru öll í lífshættu.

Sneakerheads: Netflix

Fjölskyldufaðir ásamt kjaftaski vini sínum lenda í ótrúlegu veseni og vandræðum við að reyna redda sér einstöku pari af íþróttaskóm.

Kvikmyndir og þættir sem koma út 27. september:

Fargo : S4 FX : Hulu

Það er árið 1950 og núna er það Kansas City. Tvær glæpafjölskyldur takast á og Chris Rock leikur Loy Cannon, höfuð annarrar fjölskyldunnar sem sendir son sinn yfir til andstæðinganna til að reyna koma á friði.  

The Comey Rule : Showtime

Jeff Daniels og Brendan Gleeson leika yfirmann FBI, James Comey og Donald J. Trump forseta í þessari tveggja þátta míni seríu sem fjallar um átökin milli þessar tveggja valdamiklu manna sem eru með ólíkt siðferði. Byggt á metsölubók Comey’s og gríðarlegri rannsóknarvinnu. Hér er von á veislu fyrir þá sem hafa gaman af góðum leik og vönduðum skrifum. Ekki ólíklegt að einhver verðlaun falli til handa þessari þáttaröð.  

Kvikmyndir og þættir sem koma út 30. september:

The Glorias : Amazon Prime Video 

Saga baráttukonunnar og femínistans Gloria Steinem frá barnæsku og þar til hún leiðir jafnréttisbaráttu kvenna í Bandaríkjunum. Alicia Vikander og Julianne Moore skipta með sér að leika Gloriu og að auki eru Janelle Monáe og Bette Midler með hlutverk.

The Boys in the Band : Netflix 

Mynd sem byggir á tímamóta Tony verðlauna leikriti Mart Crowley. Sýningu sem gekk í 1001 sýningar off- Broadway. Verkið segir frá níu samkynhneigðum vinum sem hittast í afmælisveislu í New York árið 1968, þegar óvæntur gestur úr fortíðinni kemur og truflar gleðina og setur allt á hliðina. Sýning var aftur sett á svið 2018 til að minnast þess að 50 ár voru frá frumsýningu og leikararnir úr henni eru í aðalhutverkum í myndinni. Framleiðandi er hinn eldklári Ryan Murphy.

mbl.is