Bleikir höfrungar í Kína

Ljósmynd: Dolphin by John Georgiou, CC license / Hong Kong by Bady Abbas

Bleikir höfrungar hljóma eins og einhverjar fallegar verur úr ævintýramynd. Þeir eru hins vegar til í raunveruleikanum og hafa verið að skjóta upp kollinum við Hong Kong borg í Kína.

Bleiku höfrungarnir heita réttu nafni Chinese White Dolphin og hefur nú sést til þeirra mun oftar en fyrir ári síðan. Ferjur og bátar hafa vanalega verið mikið á ferli á vatninu en sökum Covid-19 hefur umferðin minnkað til muna og þar af leiðandi hefur fjölgun orðið á þessum fallegu dýrum á svæðinu.

Sjávarlíffræðingurinn Lindsay Porter hefur rannsakað þetta og hefur hún ásamt teymi sínu komist að því að höfrungarnir eru að aðlagast umhverfinu hraðar en búast mátti við og vonast hún til þess að þessi jákvæða þróun haldi áfram. Heimurinn hlýtur að hafa gott af einhverju jafn líflegu og skemmtilegu og bleikum höfrungum!

mbl.is