Birtir mynd af örinu

Selena Gomez segist sterkari en aldrei fyrr.
Selena Gomez segist sterkari en aldrei fyrr. Ljósmyund: AFP

Söngkonan Selena Gomez birti mynd af sér í sundbol á Instagram í gær. Myndin væri svo sem ekki í frásögur færandi nema vegna þess að á henni er Selena að leggja áherslu á að sýna stórt ör sem hún ber á lærinu eftir nýrnaígræðslu.

„Þegar ég fór í nýrnaígræðsluna man ég eftir því hversu erfitt mér fannst að sýna örið mitt. Ég vildi ekki að það sæist á myndum svo ég klæddi mig í föt sem földu það. Núna, meira en aldrei áður er ég örugg um það hver ég er og hvað ég gekk í gegnum… og ég er stolt af því,“ segir Selena sem deilir boðskapnum að allir líkamar séu fallegir. 

mbl.is