Vinnur þú helgarferð til Egilsstaða?

Við elskum Ísland í vetur og förum í stuttar helgarferðir innanlands. K100 ætlar að kynna sér skemmtilega áfangastaði í öllum landshlutum og fara í stuttar helgarferðir. Fyrsta ferðin verður farin austur þar sem við kynnum okkur hvað Austurland hefur upp á bjóða. 

Logi Bergmann og Siggi Gunnars verða með Síðdegisþáttinn í beinni útsendingu frá VÖK Baths á föstudaginn og synda skemmtilegri leiðina heim í heitum laugunum.

„Þetta verkefni okkar, að ferðast um landið og varpa ljósi á hina ýmsu áfangastaði heppnaðist einstaklega vel í sumar. Því fannst okkur kjörið að halda þessu áfram í vetur en setja nú fókusinn á stuttar helgarferðir. Ég tala alltaf um borgarferðir innanlands þar sem enginn er að fara til Glasgow eða Köben að versla, lifa og njóta þennan veturinn erum við að hvetja fólk til að gera það þess í stað hér heima.

Við Logi munum spjalla við fullt af skemmtilegu fólki í síðdegisþættinum. Fólk sem er að gera flotta hluti þarna fyrir austan en útsendingin verður frá Vök Baths sem mér finnst persónulega mjög spennandi. Fór þangað í sumar og heillaðist gjörsamlega, rosalega flott framkvæmd. Svo hlakka ég til að gista á flottu hótelunum þarna á Egilsstöðum, verst að ég get ekki gist á þeim öllum, “ segir Sigurður Þorri Gunnarsson dagskrár- og tónlistarstjóri K100.

Rúsínan í pylsuendanum verður svo að hlustendur geta unnið ferð austur sem inniheldur: 

  • Flug fram og til baka til Egilsstaða með Air Iceland Connect
  • Bílaleigubíll á meðan ferð stendur frá Höldur bílaleigu
  • 2 nætur með morgunmat á Gistihúsið – Lake Hotel Egilsstaðir
  • Matur og drykkur á Ask Taproom og Pizzeria
  • Aðgangur að VÖK Baths
  • Kvöldmat Salt - café & bistro

Ferðin verður gefin í morgunþættinum Ísland vaknar í fyrramálið.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist