Vanessa Bryant á ekki sjö dagana sæla

Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og dóttur fyrr á þessu …
Vanessa Bryant missti eiginmann sinn og dóttur fyrr á þessu ári. Ljósmund: AFP

Evu Ruza segir okkur fréttir af fræga og ríka fólkinu á K100:

Það vakti mikla athygli á dögunum þegar móðir Vanessu Bryant, eiginkonu Kobe Bryant kom fram i viðtali og sagði að Vanessa hefði hent sér út af heimilinu, og jafnframt beðið sig um að skila bíl sem hún hafði til umráða. Sofia, móðir Vanessu sagði einnig i viðtalinu að það hefði verið Kobe sem hefði alltaf séð um sig og við andlát hans hefði Vanessa látið hana flakka. 

Vanessa fann sig tilneydda til að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis að loksins sjái hun móður sína í réttu ljósi. Hún sé sár og leið yfir því að hennar eigin móðir hafi fundið sig knúna til að fara i viðtal og gráta bíl og veraldlegar eigur, á meðan Vanessa og eftirlifandi dætur hennar og Kobe væru að takast á við mestu sorg lífs þeirra- að lifa án Giönnu og Kobe. 

Einnig segir Vanessa að móðir hennar hafi ekkert verið til staðar fyrir þær mæðgur eftir hið hörmulega slys og það sé sorglegt að sjá að hennar eigin móðir væri uppteknari af peningum, demöntum og veraldlegum eigum, en þeirra velferð.

Og meira af Vanessu sem virðist ekki eiga sjö dagana sæla núna. En hún hefur lagt fram kæru á hendur lögreglunni í L.A. og lögreglustjóranum Alex Villanueva fyrir að taka ólögmætar myndir af Kobe og Gianna á slysstað. Segir hún að myndirnar sem voru teknar hafi ekki verið í þágu rannsóknar heldur til eigin nota. Segir hún í ákærunni að hennar mesti ótti sé að sjá einn daginn þessar myndir blasa við sér i fjölmiðlum. Nú þegar hefur það komið í ljós að lögregluþjónn sat á bar fyrir ekki svo löngu síðan og sýndi  konu sem sat þar líka, myndirnar. Barþjónn sem var á vakt þetta umrædda kvöld hefur staðfest þær fréttir. 

Lögreglustjórinn Alex hefur reynt að hylma yfir þessar  ólögmætu myndatöku og hefur þess vegna verið ákærður líka.

mbl.is