Skuldunautin búa ekki á bóndabæ

Ásgeir Páll var orðinn ellefu ára gamall þegar hann fékk …
Ásgeir Páll var orðinn ellefu ára gamall þegar hann fékk að vita að skuldunautin búa ekki á bóndabæ. Ljósmynd: Unsplash/Anastasiia Chepinska

Ásgeir Páll var orðinn ellefu ára gamall þegar hann komst að því að skuldunautin úr Faðirvorinu væru ekki sérstök naut á bóndabæjum.

Í morgunþættinum Ísland vaknar ræddu þau Ásgeir Páll, Kristín Sif og Jón Axel um misheyrn í texta sem virðist vera nokkuð algengur.

Hægt er að hlusta á þessa stórskemmtilegu umræðu í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist