Lego hættir með plastumbúðir

Lego hættir með allar plastumbúðir árið 2021.
Lego hættir með allar plastumbúðir árið 2021. Ljósmynd: Unsplash/NeONBRAND

Lego hefur gefið frá sér yfirlýsingu þar sem þau ætla einungis að vera með pappírsumbúðir fyrir vörur sínar og sniðganga einnota plastnotkun frá árinu 2021. Þau segjast enn fremur vera á fullu að leita að öðrum efniskosti fyrir sögulega kubba sína sem upprunalega eru gerðir úr plasti.

Ástæða þess að Lego er loksins að taka þessa mikilvægu ákvörðun er að þeim bárust bréf frá börnum þar sem börnin deildu áhyggjum sínum á plastnotkun þeirra og hvöttu þau til þess að leita lausna.

Það virkaði svo sannarlega og í yfirlýsingu sinni segir starfsfólkið að ástríða og hugmyndir barnanna hafi veitt þeim þann innblástur sem þurfti til þess að breyting ætti sér stað. Börnin geta svo sannarlega breytt heiminum til hins betra.

Frétt frá Positive.news.

mbl.is