Árni Matt ræðir um kerfislægan rasisma

Árni Matt ræðir um kerfislægan rasisma.
Árni Matt ræðir um kerfislægan rasisma. Ljósmynd: Morgunblaðið

Árni Matt mætti til Loga og Sigga í síðdegisþáttinn þar sem þeir ræddu um kerfislægan rasisma eftir könnun sem gerð var á Twitter.

Teknar voru tvær myndir, ein af dökkum manni og önnur af hvítum. Myndirnar voru settar saman inn ásamt „tvíti“ og í ljós kom að Twitter velur alltaf myndina af hvíta manninum til þess að birta með færslunni. Engu máli skipti þótt að myndin af dökka manninum væri til dæmis Barack Obama fyrrverandi forseti bandaríkjanna.

Árni segir tæknina gera nákvæmlega það sem henni sé sagt að gera og að hún sé ekki rasísk sem slík. Þegar verið sé að þjálfa forrit til þess að nema myndir séu í yfirgnæfandi tilfellum notaðar myndir af hvítu fólki. Ástæðan sé ekki sú að fólk sé endilega meðvitað rasískt heldur að vegna þess að meiri hluti starfsfólks sé hvítt á hörund þá detti fólki ekki annað í hug en að nota sambærilegar myndir og af sjálfum sér. Gervigreindin sé einfaldlega eftirlíking af okkar greind sem sé því miður ekki meiri en þetta.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is