Fyllti herbergi systur sinnar með blöðrum

Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rachel hrekkir systur …
Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Rachel hrekkir systur sína. Ljósmynd: Úr einkasafni

Rachel D. S. segir að það sé mikilvægt að taka vel á móti fólki þegar það komi heim til sín eftir fjarveru. Hún ákvað því að skreyta svefnherbergi systur sinnar vel og vandlega á dögunum með því að fylla það af blöðrum í öllum stærðum og gerðum.

„Ég er alltaf eitthvað að stríða henni og er búin að stunda þetta í nokkur ár. Ég hef líka fyllt húsið hennar af pappadiskum og plastglösum með vatni þegar hún kom heim úr fríi einu sinni. Mér finnst þetta bara svo gaman,“ segir Rachel sem viðurkennir í samtali við K100 að hún hafi alltaf verið pínu kvikindi í sér. „Það eru hrekkjabrögð í ættinni,“ segir hún og hlær.

Það hefur tekið systur hennar dágóðan tíma að ganga frá …
Það hefur tekið systur hennar dágóðan tíma að ganga frá eftir hrekkinn. Ljósmynd: Úr einkasafni

Rachel segir systir sína yfirleitt taka hrekkjabrögðunum með stökustu ró. „En annað er að segja með manninn hennar. Hann verður svo pirraður,“ segir hún hlæjandi.

Eftir hrekkinn var Rachel beðin um að koma og taka til eftir sig. „En ég bara þurfti ekkert að fara heim til þeirra í svona viku eftir þetta svo þau urðu bara að þrífa upp gleðina. Hlátur er bara svo góður fyrir sálina svo það er um að gera að fíflast og hlæja sem mest,“ segir þessi uppátækja sama kona að lokum.

mbl.is