Pælir í pólitík á mannamáli

María Rut ætlar sér að pæla í pólitík á mannamáli.
María Rut ætlar sér að pæla í pólitík á mannamáli. Ljósmynd: Instagram/mariarut

María Rut Kristinsdóttir ákvað að búa til vettvang á Instagram þar sem hún ætlar sér að vera með yfirvegaðar umræður um hin ýmsu málefni úr pólitík á mannamáli.

Hugmyndin spratt upp þegar María sat ásamt eiginkonu sinni Ingileif Friðriksdóttur að ræða pólitík eftir að þær höfðu horft á Silfrið og hlustað á Sprengisand dagsins.

„í kjölfarið manaði Ingileif mig að búa til vettvang á Instagram þar sem ég pæli einmitt í pólitík reglulega. Þar langar mig að vera með yfirvegaðar umræður um hin ýmsu málefni á mannamáli og reyna að hefja okkur upp úr skotgröfunum. Pólitíkin er náttúrlega bara svo dýnamisk og skemmtileg,“ segir María.

Aldrei verið mikilvægara að pæla í pólitík

María Rut Kristinsdóttir starfar sem aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, en ásamt því hefur hún unnið með eiginkonu sinni að því að vekja athygli á málefnum hinsegin fólks með Hinseginleikanum. Einnig hafa þær hjónin rætt opinberlega um líf sitt í hlaðvarpinu Raunveruleikinn við góðar undirtektir.

María segir það aldrei hafa verið mikilvægara en núna á tímum pólaríseríngar og sundrungar að pæla í pólitík, mynda sér skoðanir, skiptast á skoðunum, gagnrýna og vera vakandi.

Lýðræðið skiptir máli

Í samtali við K100 segist María hafa haft miklar áhyggjur af stjórnmálaþáttöku sinni í langan tíma.

„Ef færri taka þátt og hætta að nenna að mynda sér skoðanir þá óttast ég að samfélagið geti þróast í mjög ólýðræðislega átt. Við lifum í bergmálshellum og erum mötuð af upplýsingum sem staðfesta okkar eigin skoðanir og hugmyndir um heiminn. Við lifum í tvívíðum heimi skoðana. Sem hefur skapað ákveðna menningu sem ég finn á mörgum í kringum mig að fælir fólk frá. Þú ert annað hvort með eða á móti. Svart eða hvítt. Ekki pláss fyrir umræður, skoðanaskipti.

Þannig að ég ákvað að reyna að gera mitt til að virkja fólk til að hafa meiri áhuga á pólitík og einmitt pæla í pólitík með því að virkja Instagram reikninginn minn og búa til conceptið „Pælum í pólitík” sem ég ætla að vera með að minnsta kosti vikulega á meðan ég finn að það er ennþá áhugi fyrir því. 

Minn draumur er að fólk prófi að máta sig við ólíkar hugmyndir og opna augun fyrir því að það skiptir máli að við látum okkur málefni samfélagsins varða. Að það skiptir máli að breyta því hvernig stjórnmálin virka. Að lýðræðið skipti máli og sé okkur dýrmætt.“

Hér er hægt að nálgast Instagram reikning Maríu og er fyrsti þátturinn þegar komin inn undir Highlights:

View this post on Instagram

Stundum fáum við @ingileiff skemmtilegar hugmyndir í sófanum heima 💁🏼‍♀️ Við sátum eins og svo oft áður og vorum að pæla í pólitík eftir að hafa horft á Silfrið og hlustað á Sprengisand dagsins (eins og allir gera ekki satt?) og í kjölfarið manaði Ingileif mig að búa til vettvang á Instagram þar sem ég pæli einmitt í pólitík reglulega. Þar langar mig að vera með yfirvegaðar umræður um hin ýmsu málefni á mannamáli og reyna að hefja okkur upp úr skotgröfunum. Pólitíkin er náttúrlega bara svo dýnamisk og skemmtileg. það hefur að mínu mati aldrei verið mikilvægara en núna á tímum pólaríseríngar og sundrungar að pæla í henni, mynda sér skoðanir, skiptast á skoðunum, gagnrýna og vera vakandi 🙏🏻 Fyrsta #pælumípólitík er núna í story á hér á Instagram ☺️

A post shared by María Rut Kristinsdóttir (@mariarut) on Sep 20, 2020 at 8:33am PDTmbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist