Löghlýðnar hænur á Selfossi

Hænurnar á Selfossi fylgja umferðarreglunum.
Hænurnar á Selfossi fylgja umferðarreglunum. Ljósmynd: Elín Hanna Jónasdóttir

Elín Hanna Jónasdóttir rak upp stór augu á dögunum þegar hún var á leið heim til móður sinnar sem er að flytja á Selfoss.

Þar hitti Elín þessar sérstaklega löghlýðnu hænur. Móðir hennar Hrefna Erlingsdóttir birti myndina á samfélagsmiðlinum Facebook og gaf K100 góðfúslegt leyfi til þess að deila henni með lesendum.

„Við erum að flytja í þetta hverfi og á leið sinni að húsinu varð hún að bíða eftir að hænurnar færu yfir götuna,“ segir Hrefna í samtali við K100. „Við erum að flytja á Selfoss og líst vel á hvað hænurnar eru vel þjálfaðar. Nota gangbraut til að komast yfir götuna,“ skrifar Hrefna við myndina.

Myndin í heild sinni.
Myndin í heild sinni. Ljósmynd: Elín Hanna Jónasdóttir
mbl.is