Dansandi maður Ontario

Maðurinn á það til að stöðva bílinn sinn, hækka í …
Maðurinn á það til að stöðva bílinn sinn, hækka í botn og stíga dans. Ljósmynd: Instagram/skjáskot

Í Ontario, Kanada, hefur ákveðinn maður vakið mikla athygli fyrir frjálsar og skemmtilegar dansrútínur.

Maðurinn er gjarnan kallaður The Ontario Dancing Man eða dansandi maður Ontario en hann leggur gjarnan bílnum sínum, opnar dyrnar og spilar háa og ótrúlega skemmtilega tónlist og dansar. Þvílíkt frelsi og þvílík dansgleði!

Hann hefur ansi flotta takta og nú síðast náðist myndband af honum þar sem hann lagði fyrir utan bókasafn í borginni og spilaði hástöfum lagið „What is love“ með Haddaway, sem er náttúrlega ódauðlegur danssmellur.

Tilþrifin eru svakaleg þar sem hann flæðir um og dillar sér með hendur upp í loft. Það er greinilegt að dansinn spyr ekki um stund eða stað, það er alltaf tilefni til þess að dansa!

mbl.is