Sorphirðustarfsmenn dansa í vinnunni

Sorphirðustarfsmenn dansa sig í gegnum vinnudaginn.
Sorphirðustarfsmenn dansa sig í gegnum vinnudaginn. Ljósmynd: Instagram/Skjáskot

Góðan og gullfallegan daginn og gleðilegan föstudag. Enn einni vikunni lokið og helgarfríið bíður með opna arma.

Er ekki tilvalið að setja á eitthvert frábært lag, hækka vel og dansa sig inn í helgina. Þó svo að dansinn verði að öllum líkindum tekinn heima fyrir þessa helgina þá er alltaf gaman að dansa.

Ég rakst á ótrúlega skemmtilegt myndband af sorphirðustarfsmönnum í Keansburg í New Jersey. Hópur starfsmanna dansaði sig í gegnum vinnudaginn við lagið Cupid Shuffle.

Þeir voru greinilega í góðum gír með sporin alveg á hreinu. Algjör föstudagsfílingur og -orka sem ég ætla að taka með mér inn í helgina!mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist