Nýtt og áhugavert á Netflix og fleiri veitum

Það er margt nýtt sem hægt er að horfa á …
Það er margt nýtt sem hægt er að horfa á um helgina. Mynd: Jeshoots

Mikið af áhugaverðu sjónvarpsefni er væntanlegt á Netflix og öðrum streymisveitum á næstunni en bíósérfræðingurinn Björn Þórir Sigurðsson eða Bíó-Bússi stiklaði á stóru um þetta í morgunþættinum Ísland vaknar á K100 í gær.

Kvikmyndir og þættir sem komu út 16. september á Netflix

Criminal: UK (önnur þáttaröð) -  Netflix 

Gagnvirkir þættir sem gerast í yfirheyrsluherbergi. Leikarinn Kit Harrington fer með aðalhlutverkið í þáttunum.

The Devil All the Time -  Netflix 

Stórmynd með Tom Holland, Robert Pattinson, Bill Skårsgaard og Sebastian Stan hér er á ferð. Metnaðarfull mynd byggð á margverðlaunaðri bók Donald Ray Pollock og enginn annar en Jake Gyllenhaal framleiddi myndina.

SING ON! - Netflix 

Broadway-stjarnan Tituss Burgess er kynnir í þessari skemmtilegu karaoke-söngvarkeppni. Því oftar sem söngvarinn syngur í réttum tón fær hann meiri pening. Engir dómarar eru í þættinum heldur bara tölvubúnaður sem fylgist með.

Challenger: The Final Flight - Netflix

Heimildarþættir sem fjalla um Challenger-geimferðaáætlunina. Maðurinn á bak við þættina er enginn annar en ofurframleiðandinn J. J. Abrams.

Væntanlegt 18. september

Ratched - Netflix 

Miklar væntingar eru bundnar við þetta nýjasta verkefni Ryan Murphy (Glee, American Horror Story). Nú fáum við að kynnast betur „Nurse Ratched”, eftirminnilegu hjúkrunarkonunni úr óskarverðlaunamyndinni One Flew Over the Cuckoo’s Nest.

Long Way Up - Apple TV+ 

Ewan McGregor og vinur hans Charley Boorman eru komnir aftur með nýtt ævintýri og ætla að keyra upp alla Suður-Ameríku. En nú skal ferðast á rafmagnsmótorhjólum og fylgdarbílarnir eru rafmagnsdrifnir Ryvian-pallbílar.

Nýtt í kvikmyndahúsum

Greenland 18

Gerard Butler reynir að bjarga fjölskyldunni og koma henni í neyðarbirgi áður en loftsteinn skellur á jörðinni.

mbl.is