Meiri séns í stelpurnar í tónlist en fótbolta

Söngvarinn ástsæli, Helgi Björnsson, mætti í Síðdegisþáttinn til Loga og Sigga í gær og svaraði þar tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum.

Helgi sem sigraði hug og hjörtu landsmanna í þáttunum „Heima með Helga“ í vetur snýr aftur í sjónvarpið nú um helgina og hafa nýjustu þættirnir fengið nafnið „Það er komin Helgi“. Í síðdegisþættinum segist Helgi ætla að taka á móti ýmsum gestum en vill ekki gefa þeim Loga og Sigga upp hverjir þeir verða.

Tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum svaraði Helgi með glæsibrag og kom það meðal annars í ljós að hann hafi verið handtekinn fyrir það að keyra drukkinn. Þá svaraði hann því einnig að ákvörðunin um að verða poppstjarna hafi verið tekinn þegar hann komst að því að hann ætti miklu meiri séns í stelpurnar sem poppstjarna heldur en atvinnumaður í knattspyrnu.

Hér fyrir neðan má horfa á Helga Björns svara tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum:

mbl.is