Leiðir utandyraleikfimi fyrir eldri borgara

Vegna Covid-19 getur konan ekki haldið leikfimi innandyra fyrir fólkið …
Vegna Covid-19 getur konan ekki haldið leikfimi innandyra fyrir fólkið og mætir hún því alla daga fyrir utan heimili þeirra. Mynd: Instagram/skjáskot

Það er svo hollt og gott fyrir líkama og sál að hreyfa sig og mér finnst sérstaklega mikilvægt að stunda skemmtilega hreyfingu og hlusta á góða tónlist.

Endorfínið getur gert kraftaverk og það getur líka brotið skemmtilega upp á hversdagsleikann að koma hreyfingu inn í daginn.

Ég rakst á svo ótrúlega skemmtilegt myndband á samfélagsmiðlinum TikTok þar sem hress og kát kona búsett í Bandaríkjunum leiðir utandyraleikfimitíma fyrir eldri borgara.

Konan mætir daglega fyrir utan íbúðarbyggingu aldraðra þar sem hún spilar skemmtilega tónlist og stjórnar hressandi hreyfingum.

Vegna Covid-19 má hún ekki fara inn í bygginguna en þeir sem vilja vera með geta farið út á svalir hjá sér og fylgt hreyfingunum. Þátttakendurnir teygja sig og beygja og veitir þetta án efa gleði og kraft. Svo sætt!

View this post on Instagram

some happiness for your feed ☁️ 📹 @ themilennialmama on tik tok via @impact

A post shared by Feminist ♀ (@feminist) on Sep 14, 2020 at 5:58am PDT


 

mbl.is