Amma kom út úr skápnum á TikTok

Kom út úr skápnum á TikTok.
Kom út úr skápnum á TikTok. Ljósmynd: Skjáskot

Ég rakst á svo dásamlegt myndband á TikTok af frábærri ömmu. Ung kona að nafni Aimee tók myndbandið upp þar sem hún spjallar við ömmu sína um lífið og tilveruna.

Amma hennar, sem er á sjötugsaldri, vildi fá að segja sinn sannleika og fá að vera nákvæmlega eins og hún er.

Á upptökunni tjáir hún barnabarni sínu að hún hrífist af konum. Hún segir meðal annars að ef hún færi einhvern tíma aftur í ástarsamband myndi hún vilja að það væri með konu og að hún hafi aldrei hrifist neitt af karlmönnum.

Hún segist þó ekki alveg tilbúin í að „deita“ strax en það sé ótrúlega fallegt og gott að fá að vera nákvæmlega eins og maður er.

Betra er seint en aldrei og ég vona innilega að þessi flotta amma fái tækifæri til þess að finna ástina í faðmi góðrar konu þegar hún treystir sér til!

Frétt frá Tanksgoodnews

mbl.is