Sagði „já“ við soninn í heilan dag

Jimmy svaraði syni sínum játandi í heilan dag.
Jimmy svaraði syni sínum játandi í heilan dag. Ljósmynd: Skjáskot

Fjögurra barna faðirinn Jimmy Rees ákvað að svara öllum spurningum fimm ára sonar síns Lennys játandi í heilan dag.

Dagurinn byrjaði klukkan 5:45 hjá fjölskyldunni þegar fyrsta spurningin var borin upp: „Megum við fara á fætur?“

Jimmy tók daginn upp á myndband til þess að sýna fólki hvernig heill dagur af „já“ lítur út.

„Já-dagur! Ég sagði já við öllu því sem Lenny bað mig um í heilan dag. Við erum fimm manna fjölskylda og það er ekki oft sem Lenny fær að velja hvað það er sem við gerum yfir daginn. Það var frí í skólanum þennan dag svo af hverju ekki? Það var skemmtilegt að vita hvað það var sem hann vildi gera yfir daginn og honum fannst þetta skemmtilegur dagur,“ segir Jimmy um myndbandið sem hann tók saman eftir daginn.mbl.is