Líf og fjör hjá Sorpu

Það er greinilega gaman í vinnunni hjá endurvinnslunni.
Það er greinilega gaman í vinnunni hjá endurvinnslunni. Ljósmynd: Skjáskot/Facebook/Sorpa

Það er greinilega líf og fjör hjá starfsfólki endurvinnslustöðvarinnar Sorpu ef marka má myndband sem fyrirtækið birti á facebooksíðu sinni í gær. 

Þar má sjá starfsmann slá á létta strengi þegar hann spilar fallegt lag á píanó sem viðskiptavinur hefur verið að láta í endurvinnslu.
mbl.is