Fugl hjálpar broddgelti yfir götu

Það mættu margir taka sér fuglinn til fyrirmyndar.
Það mættu margir taka sér fuglinn til fyrirmyndar. Ljósmynd: Skjáskot

Hvað er fallegra en fólk sem hjálpar öðru fólki af einskærri góðvild? Jú, mögulega þegar dýrin hjálpa hvert öðru algjörlega óumbeðin.

Maður að nafni Mark Galik náði því á myndband á dögunum þegar fugl gekk á eftir broddgelti yfir götu og goggaði í hann til þess að koma honum í skilning um að hann þyrfti að koma sér yfir götuna svo hann yrði ekki fyrir bíl.

Fuglinn fylgdi broddgeltinum alla leið yfir götuna þar til hann var kominn í öruggt skjól fyrir bílaumferðinni. Þar reyndi hann að sýna honum hvernig hann gæti komist upp yfir brúnina og út á grasið. 

mbl.is