Styrkir einstæðar mæður í vanda

Selur límonaði og hjálpar einstæðum mæðrum.
Selur límonaði og hjálpar einstæðum mæðrum. Ljósmynd: Skjáskot/Facebook

Fátt fer eins vel saman og glampandi sól og límonaði. Hinn ellefu ára gamli Cartier Carey ákvað að nýta sér góða veðrið í sumar og stofnaði lítið límonaðifyrirtæki.

Cartier er búsettur í Virginíu í Bandaríkjunum og seldi hann heilmikið af þessum frískandi drykk í sumar og græddi vel á því.

Hann notaði þó peninginn ekki fyrir sjálfan sig heldur ákvað Cartier að styrkja málefni sem honum þótti virkilega mikilvægt: Einstæðar mæður í fjárhagslegum vandræðum. Cartier hefur fjárfest í 22 þúsund bleyjum og hreinsiklútum frá því í júlí á þessu ári.

Að sögn móður hans vill Cartier ekki eyða peningunum í sjálfan sig og finnst mikilvægt að geta lagt sitt af mörkum. Hún segir hann meðvitaðan um umhverfi sitt og vilji stöðugt leita leiða til þess að hjálpa. Flott fyrirmynd hér á ferð!

Frétt frá: Goodnewsnetwork

mbl.is

#taktubetrimyndir