Patrick Starr gagnrýndi snyrtivörur Selenu

Selena Gomez fór ekki í varnarham.
Selena Gomez fór ekki í varnarham.

Stjörnufréttir Evu Ruza:

Söngkonan Selena Gomez er byrjuð að hasla sér völl í förðunarbransanum en hún setti nýlega á legg snyrtivörumerkið Rare Beauty. Það er mikið keppnisskap í youtubeheiminum á meðal þeirra fremstu í snyrtivöruheiminum og tók Patrick Starr merkið fyrir í nýlegu myndbandi hjá sér.

Þar fór hann í gegnum vörurnar frá Selenu og bar þær að mestu leyti saman við sína línu sem er seld í Sephora. Var hann mjög gagnrýninn á vörurnar frá Selenu og lét kommentakerfið á Youtube heyra í sér, en hátt í 7.000 komment hrundu inn. Einn spurði af hverju hann væri að taka vörurnar hennar Selenu fyrir þegar það eina sem hann gerði væri að tala um sínar vörur og hversu miklu betri þær væru. Það væri ekki sanngjörn gagnrýni. Fékk hann mikið hatur á sig undir þetta myndband.

Patrick Starr gagnrýndi nýja snurtivörulínu Selenu Gomez harðlega.
Patrick Starr gagnrýndi nýja snurtivörulínu Selenu Gomez harðlega. AFP

Í staðinn fyrir að Selena færi í varnarham sendi Rare Beauty frá sér tvít á Twitter þar sem þau sögðust vera yfir sig ánægð með hversu vel línunni hefði verið tekið, en fólk ætti að hafa í huga að smekkur fólks væri misjafn og það sama virkaði ekki á alla.

Patrick Starr væri það mikilvæg rödd í samfélaginu og stórkostlegur frumkvöðull að hann ætti ekkert annað skilið en ást. Patrick Starr tvítaði til baka: „Alexa kill em with kindness. Love you selena, congratz on the launch

mbl.is