Nýtt kántrílag með Krumma

Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson er betur þekktur sem Krummi í …
Oddur Hrafn Stefán Björgvinsson er betur þekktur sem Krummi í Mínus.

Krummi Björgvinsson gefur út nýtt lag sem ber heitið Frozen Teardrops en það er hreinræktað útlaga-kántrírokk með gospel-áhrifum.

Texti lagsins er ekki á léttu nótunum en hann fjallar um utangarðsfólk í samfélaginu sem skortir ást og umhyggju og hvað götulífið hefur í för með sér.

Samhliða útgáfu lagsins kemur tónlistarmyndband sem gerist á einhvers konar felustað í eyðimörk þar sem fjölkynngi á sér stað.

Myndbandinu leikstýrðu Einar Snorri og Brynjar Snær með hjálp frá myndlistarmanninum Jóni Sæmundi Auðarsyni.

mbl.is