Nýjasta æðið: Rafmagnshlaupahjól

Nýjasta æðið á Íslandi eru rafmagnshlaupahjól.
Nýjasta æðið á Íslandi eru rafmagnshlaupahjól. mbl.is/Hari

Græjurannsóknarstofa Loga og Sigga er nýr liður í Síðdegisþættinum þar sem þeir ræða við Val Hólm frá versluninni Elko um gæjur sem maður þarf ekki, en verður að fá sér.

Í síðasta græjurannsóknarstofuþættinum fóru þeir yfir nýjasta æðið á Íslandi: Rafmagnshlaupahjól.

Valur segir líklegustu ástæðu þess að svo margir skuli vera komnir á rafmagnshlaupahjól þá að virðisaukaskatturinn á hjólunum hafi verið felldur niður um síðustu áramót og þá hafi hjólin orðið raunverulegur kostur fyrir fólk.

Flest hjólin eru framleidd með fullorðið fólk í huga enda geti þau náð góðum hraða en einnig sé hægt að kaupa sérstök krakkahjól sem komast mest á tólf kílómetra hraða.

Þá segir Valur að hlaupahjólin séu raunhæfur kostur á veturna í hvaða veðri sem er þar sem hægt sé að fá sérstök dekk.

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist