Leiðinlegast að þrífa klósettið

Sigurður Ingi Jóhannsson segist vera djammari sem elskar kótilettur.
Sigurður Ingi Jóhannsson segist vera djammari sem elskar kótilettur.

Sigurður Ingi Jóhannsson formaður framsóknarflokksins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kom í Síðdegisþáttinn til Loga Bergmanns og Sigga Gunnars þar sem hann svaraði tuttugu ógeðslega mikilvægum spurningum.

Sigurður starfaði áður sem dýralæknir og segist hann alveg óvart hafa byrjað í stjórnmálum. Hann viðurkennir að sem dýralæknir hafi hann upplifað meira þakklæti í starfi en sem stjórnmálamaður.

Í þættinum segist Sigurður hafa ætlað sér að verða atvinnumaður í fótbolta þegar hann yrði stór, að hann sé djammari sem þyki ekki gaman að þrífa klósett og að uppáhaldsmaturinn hans séu kótilettur í raspi.

Hér fyrir neðan er hægt að hlusta á viðtalið við Sigurð Inga í heild sinni:

 

mbl.is