Kom, sá og sigraði

Herra Hnetusmjör átti hvorki meira né minna en sex lög …
Herra Hnetusmjör átti hvorki meira né minna en sex lög á Tónlistanum þessa vikuna. Ljósmynd/Aðsend

Söngvarinn Herra Hnetusmjör kom, sá og sigraði Tónlistann topp 40 í þessari viku en hann átti hvorki meira né minna en sex lög á listanum.

Íslendingarnir héldu sig enn á toppnum og var það lagið Stjörnurnar með Herra Hnetusmjöri sem hélt fyrsta sætinu frá því í síðustu viku. Lagið Takk fyrir mig með Ingó veðurguð heldur áfram öðru sætinu og smellur Bríetar, Esjan, er enn í því þriðja.

Tónlistinn, 40 vinsælustu lög landsins, er unninn upp úr gögnum frá Félagi hljómplötuframleiðenda og er eini opinberi vinsældalisti landsins. DJ Dóra Júlía kynnir listann á sunnudögum á K100 á milli 16:00 og 18:00. Meðal gagna sem notuð eru við vinnslu listans eru spilanir á Spotify.

10 vinsælustu lög landsins þessa vikuna

  1. Herra Hnetusmjör – Stjörnurnar
  2. Ingó veðurguð – Takk fyrir mig
  3. Bríet – Esjan
  4. The Weeknd - Blinding Lights
  5. Will Ferrel og My Marianne – Húsavík – My Hometown 
  6. Harry Styles – Watermelon Sugar
  7. Jason Derulo og Jawsh 685 – Savage Love
  8. The Weeknd – In Your Eyes
  9. Ingó veðurguð – Í kvöld er Gigg
  10. Jason Derulo – Take you dancing
mbl.is