Kristín Sif fékk lús

Í morgunþættinum Ísland vaknar lýsir Kristín Sif því hvernig það …
Í morgunþættinum Ísland vaknar lýsir Kristín Sif því hvernig það var að fá lús í fyrsta skiptið. Ljósmynd: Samsett

Nú þegar haustið er gengið í garð byrja lúsapóstarnir að berast foreldrum barna í leik- og grunnskóla, mörgum til mikils ama. Í morgunþættinum Ísland vaknar ræddu þau Jón Axel, Ásgeir Páll og Kristín Sif um þessi hvimleiðu sníkjudýr mannsins og deildi Kristín því með þeim þegar hún fékk lús í fyrsta skiptið.

Þar lýsti hún því hvernig hana hefði klæjað í höfðinu í nokkra daga án þess að átta sig á því að um lús væri að ræða, enda hefði hún aðeins verið um tvítugt á þessum tíma. Einn morguninn segist Kristín hafa vaknað og byrjað á því að klóra sér hressilega í höfðinu.

„Svo sneri ég mér við og leit á koddann og sá þar alveg risastóra lús. Hún var alveg risastór, við hefðum getað sett hana bara í súpu. Hún hefði verið eins og lambaskanki,“ segir Kristín og uppsker hlátur Jóns og Ásgeirs. 

Hægt er að hlusta á þessa sprenghlægilegu umræðu í spilaranum hér fyrir neðan:mbl.is

#taktubetrimyndir