Hrós vikunnar fær Andrea Eyland

Erna Kristín hrósar Andreu Eyland fyrir Kviknar.
Erna Kristín hrósar Andreu Eyland fyrir Kviknar. Ljósmynd: Samsett

Hér á K100 stefnum við ávallt að því að „hækka í gleðinni“ og er því viðeigandi að byrja allar vikur á jákvæðu og uppbyggilegu hrósi.

Það er sérstaklega mikilvægt að hrósa því sem vel er gert. Bæði höfum við öll gott af því að fá hrós, sem og að gefa það áfram. Hvað þá núna þegar veturinn nálgast, dagarnir styttast og kuldinn læðist að okkur.

Opnar á fallegar, erfiðar og krefjandi umræður

Það er samfélagsmiðlastjarnan Erna Kristín hjá Ernulandi sem byrjar þennan fallega mánudag á því að veita hrós:

„Ég myndi vilja byrja á því að hrósa Kviknar – Andreu Eyland, fyrir frábært samfélag foreldra og umönnunaraðila barna. Þar opnar hún fyrir alls konar umræður, bæði fallegar, erfiðar og krefjandi sem hjálpa okkur að vera til staðar sem foreldrar. Hún er með þættina Líf kviknar og Líf dafnar og þetta er svo frábært í alla staði og svo mikilvægt!“

Þættirnir Líf kviknar og Líf dafnar voru unnir út frá bókinni Kviknar eftir Andreu og fjölluðu þeir um alla þætti fæðinga. Bæði bókin og þættirnir vöktu mikla lukku meðal landsmanna. 

Fylgist með hér á K100.is þar sem við höldum áfram með hrós vikunnar og ef þú lumar á jákvæðu hrósi endilega deildu því með okkur.

mbl.is