Borðuðu hafragraut með tómatsósu

Smökkuðu hafragraut með tómatsósu í beinni útsendingu.
Smökkuðu hafragraut með tómatsósu í beinni útsendingu. Ljósmynd: Skjáskot

Skrítnar matarsamsetningar er nýr liður í morgunþættinum Ísland vaknar. Hlustendur geta sent inn ábendingar um skrítnar matarsamsetningar sem þeir eða aðrir sem þeir þekkja eru vanir að borða. Á föstudaginn síðastliðinn smökkuðu þau Ásgeir Páll, Jón Axel og Kristín Sif hafragraut með tómatsósu og má segja að viðbrögðin hafi vægast sagt komið á óvart.

Hægt er að hlusta og horfa á viðbrögðin í spilaranum hér fyrir neðan:

mbl.is