Unglingar sem kynverur

Kristín Þórsdóttir segir mikilvægt fyrir unglinga að fá kynlífsfræðslu.
Kristín Þórsdóttir segir mikilvægt fyrir unglinga að fá kynlífsfræðslu. Mynd úr einkasafni

Kristín Þórsdóttir markþjálfi var gestur morgunþáttarins Ísland vaknar á föstudaginn síðastliðinn. Þar ræddi hún um unglinga sem kynverur og mikilvægi þess fyrir unglinga að fá fræðslu um kynlíf.

Kristín segir fræðslu í grunnskólum enn ábótavant í dag þrátt fyrir að margt hafi breyst á undanförnum tíu árum.

„Það er rosalega gott að það séu að koma utanaðkomandi aðilar inn í skólana núna. Þrátt fyrir að kennararnir og hjúkrunarfræðingarnir séu að gera gott starf þá er samt einhvern veginn annað „vibe“ sem myndast þegar utanaðkomandi aðili kemur. Það tekur vandræðaganginn í burtu og þau geta spurt að öllu sem þau vilja og þurfa aldrei að hitta manneskjuna aftur,“ segir Kristín og nefnir þar til dæmis Siggu Dögg.

Þá ræddi Kristín einnig um það hvenær skynsamlegt sé að byrja að ræða kynlíf við börnin sín og sagði hún bókina Kjaftað um kynlíf fara vel yfir það.

„Þar er farið yfir hvað er eðlilegt að ræða miðað við aldur, en maður þarf líka að taka mið af því hversu fljótt barnið er að byrja kynþroskann.“

Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan:  mbl.is

Bloggað um fréttina