Sóttkvíarkvartettinn slær í gegn

Fjölskyldan hefur spilað saman öll kvöld frá 21. mars.
Fjölskyldan hefur spilað saman öll kvöld frá 21. mars. Ljósmynd: Skjáskot/Instagram

Hochman-fjölskyldan, sem er búsett í Brooklyn í New York, hefur vakið athygli á Instagram undir nafninu Quarantined Quartet, eða sóttkvíarkvartettinn.

Þar spila þau lög á hverjum einasta degi, að minnsta kosti einu sinni á dag, og hafa gert síðan 21. mars á þessu ári.

Kvartettinn varð til í sóttkví og ákvað þessi fjögurra manna fjölskylda að stytta sér stundir og gera eitthvað skemmtilegt saman og spila tónlist.

Þau spila gjarnan í gegnum Instagram live, það er að segja í beinni útsendingu eftir æfingar og fá þá aðra tónlistarmenn með sér í lið sem spila eigin sett í hléi, þegar fjölskyldan tekur sér vatnspásu.

Tónlistarmennirnir geta verið með með því að spila heiman frá sér í gegnum tæknina. Ótrúlega skemmtileg og samheldin fjölskylda og ekki leiðinlegt að geta fylgst með tónleikum frá þeim á hverju kvöldi. Tónlist veitir svo sannarlega gleði!

mbl.is