Mögulega sætasti kokkur í heimi

Mögulega sætasti kokkur í heimi.
Mögulega sætasti kokkur í heimi. Mynd: Skjáskot/YouTube

Myndband af ungum dreng og ömmu hans að baka smákökur hefur farið eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla undanfarna daga.

Það skal engan undra að myndbandið hafi komist í svo mikla dreifingu enda er litli strákurinn, Cade, líklega sætasti kokkur sem þú munt nokkurn tíma sjá.

Hann reynir sitt allra besta að vera duglegur að hjálpa ömmu sinni við baksturinn en græðgin nær yfirhöndinni aftur og aftur og á amma hans í mestu erfiðleikum með að halda hráefninu í skálinni.

Myndbandið er sprenghlægilegt og hver veit nema Cade litli eigi framtíðina fyrir sér í kökubakstri.

mbl.is