Opnar sig um hræðilega lífsreynslu

Chrissy Teigen og John Legend.
Chrissy Teigen og John Legend. AFP

Stjörnufréttir Evu Ruza:

Chrissy Teigen opnar sig í viðtali við Marie Claire um hræðilega lífsreynslu sem hún og eiginmaður hennar, John Legend, lentu í fyrir um 10 árum. Það var árið 2010. Þau John voru á rúntinum í fínu hverfi í Virginíu seint um kvöld að leita að húsi guðmóður Johns.

Fyrir aftan þau keyrði pallbíll hægt og rólega, með blikkandi ljós til að reyna að ná sambandi við þau. Þegar þau stoppa bílinn stökkva tveir menn út og spyrja hvern fjandann þau séu að gera í þessu hverfi. Þau sögðu þeim það, og gengu þeir þá ógnandi að þeim og sögðu þeim að hypja sig burt.

Eltu þeir þau svo á ógnarhraða um göturnar uns þau náðu að húsi guðmóðurinnar. Chrissy segir að þetta hafi verið fyrsta reynsla sín af rasisma og það sem í raun stuðaði hana mest voru viðbrögð Johns. Hann sýndi engin viðbrögð en hún hágrét. Enda var þetta ekki í fyrsta sinn sem hann var áreittur fyrir það eitt að vera blökkumaður.

Þið fáið fleiri fréttir af frægum inni á evaruza.is og á instagramevaruza.

mbl.is