Tók sjálfu með birni

Konan hefur verið gagnrýnd fyrir athæfið, enda getur bjarnaárás endað …
Konan hefur verið gagnrýnd fyrir athæfið, enda getur bjarnaárás endað virkilega illa. Ljósmynd: Skjáskot/YouTube

Ótrúlegt myndband náðist af þremur konum sem rákust á björn þegar þær voru í göngutúr í San Pedro Garza García í Mexíkó.

Þegar konurnar urðu varar við björninn virðast þær fyrst frjósa og er augljóst að þær vita ekki hvernig rétt sé að bregðast við í slíkum kringumstæðum.

Þegar horft er lengra inn í myndbandið má sjá hvernig ein konan tekur upp farsímann sinn og ákveður að taka sjálfu eða „selfie“-mynd af sér með birninum.

Til allrar hamingju endaði björninn á því að ganga í burtu eftir að hann glefsaði örlítið í konuna og sló til hennar en athæfi hennar hefur verið mikið gagnrýnt.

Réttu viðbrögð kvennanna hefðu verið að hrópa í átt að birninum og reyna að hræða hann í burtu frá sér í stað þess að leyfa honum að forvitnast og skoða þær.mbl.is