Íbúar fá kökusneið fyrir vistvænan lífsstíl

Hvítur og blár eru fánalitir Finna, kannski eru kökurnar sem …
Hvítur og blár eru fánalitir Finna, kannski eru kökurnar sem fást gefins svona á litin?

Borgin Lahti í Finnlandi hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir framtakssemi í vistvænum lifnaðarháttum ásamt dálæti sínu á kökum.

Íbúar bæjarins eru hvattir til að minnka kolefnisspor sín og eru hvatningarverðlaunin ekki af verri endanum. Hægt er að næla sér í ókeypis samgöngukort, fá frítt í sund og borða fría köku.

Íbúar geta boðið sig fram með því að sækja forrit sem kallast CitiCAP. Þar er hverjum og einum úthlutað kolefnisspori fyrir vikuna. Ef þeim tekst að eiga eitthvað eftir breytist kolefnissporsinneignin í rafrænan pening sem hægt er að nýta sér í samgöngur og sundlaugar. Síðast, en ekki síst, er hægt að fá kaffi og köku á kaffihúsi í bænum.

Í Lahti búa 120 þúsund manns. Nú hafa 2.000 einstaklingar nælt sér í CitiCAP. Vonast er til að þetta framtak fái fólk til þess að sjá hlutina í nýju ljósi og verða meðvitaðri um umhverfið, og virðist sem það sé nú þegar farið að virka.

Nánar um málið á Good News Network.

mbl.is
Í loftinu núna
Endalaus tónlist